Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd. Snæfells, ásamt Árna Elmari eftir undirritun samninga. Ljósm. Snæfell.

Unglingalandsliðsmaður til Snæfells

Bakvörðurinn Árni Elmar Hrafnsson hefur skrifað undir eins árs samning við Snæfell og mun leika með liðinu í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á vetri komanda.

Árni er fæddur árið 1998, uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi og er þessa stundina á leið til Makedóníu með U18 landsliði karla sem varð Norðurlandameistarar í Finnlandi fyrr í sumar.

Árni flytur í Hólminn og mun nema við FSn í Grundarfirði meðfram körfuboltanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir