
Unglingalandsliðsmaður til Snæfells
Bakvörðurinn Árni Elmar Hrafnsson hefur skrifað undir eins árs samning við Snæfell og mun leika með liðinu í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á vetri komanda.
Árni er fæddur árið 1998, uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi og er þessa stundina á leið til Makedóníu með U18 landsliði karla sem varð Norðurlandameistarar í Finnlandi fyrr í sumar.
Árni flytur í Hólminn og mun nema við FSn í Grundarfirði meðfram körfuboltanum.