Rauðhverfingar tendruðu blys í skrúðgöngu hverfanna. Ljósm. tfk.

Óvæntir gestir á góðri stund

Nú um helgina fór fram bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði. Hátíðin gekk vel og mikið líf og fjör var í bænum um helgina. „Það fór allt vel fram um helgina,“ sagði Aldís Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Á föstudaginn bættist heldur betur í tölu hátíðargesta þegar tvö skemmtiferðaskip lögðu að bryggju í Grundarfirði. Þetta voru skipin Costa Romantica og Pacific Princess, frá borði stigu um 4.300 manns og má því segja að mikill fjöldi hafi verið kominn saman í bænum á bæjarhátíðinni Á góðri stund. Vert er að minnast á það að 4.300 manns er fimm sinnum fleiri einstaklingar en búa í Grundarfirði.

Myndasyrpu frá hátíðinni er að finna í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira