Þór Hauksson með fallega bleikju úr Hvoslá.

Fullt af laxi að stökkva í lóninu

„Þetta var meiriháttar, bleikjan tók og tók, skemmtilegir fiskar,“ segir Þór Hauksson prestur Árbæjarkirkju eftir að hafa veitt hverja bleikjuna af annarri í Hvolsá í Dölum. Allt tveggja til þriggja punda bleikjur. „Maður hefur beðið eftir þessu augnabliki lengi. Fiskarnir tóku vel og það var fjör að glíma við þá hvern af öðrum. Þetta stóð yfir í svona einn og hálfan tíma,“ bætir hann við.

Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hafa gefið 42 laxa og 70 bleikjur. „Það er hellingur af fiski hérna, hann er alltaf að stökkva,“ segir Leifur Benediktsson skömmu eftir að hafa landað níu punda laxi í lóninu á rauða francis.

„Það var gaman að veiða maríulaxinn í lóninu í Hvolsá,“ sagði Einar Mathiesen en fiskurinn tók spún og var fimm og hálft pund. „Það var mikið af fiski þarna og sérstaklega laxi,“ bætir Einar við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir