Martin SVensson. Ljósm. vikingurol.is

Martin Svensson til liðs við Víking

Ejub Purisevic þjálfari Víkings gaf það út á dögunum að hann ætlaði að bæta við sig þremur til fjórum leikmönnum áður en félagsskiptaglugginn lokar í byrjun ágúst. Ejub hefur nú fengið til liðs við Víking einn leikmann. Martin Svensson er 26 ára gamall Dani sem spilar á kantinum. Hann hefur á ferli sínum leikið með Silkeborg, Randers, Viborg og Vejle Boldklub í Danmörku áður en hann hélt til Íslands á þessu ári þar sem hann spilaði fyrri hluta tímabils þrjá leiki með Víkingi frá Reykjavík en er nú kominn til Ólafsvíkur. Martin lék sinn fyrsta leik með Víkingi Ólafsvík gegn Breiðabliki í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir