Grundarfjarðarkirkja.

Grundarfjarðarkirkja fimmtíu ára

Sunnudaginn 31. júlí verða 50 ár liðin frá því Grundarfjarðarkirkja var vígð. Í tilefni þess verður haldið upp á daginn með sýningu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Blaðamaður kíkti í kirkjuna og spjallaði við Ragnheiði Þórarinsdóttur formann afmælisnefndar, Guðrúnu Margréti Hjaltadóttur formann Setbergsprestakalls og Aðalstein Þorvaldsson sóknarprest.

 

Byggð af samfélaginu

Grundarfjarðarkirkja var vígð 31. júlí 1966 við hátíðlega athöfn en hún hafði verið um sex ár í smíðum. Kirkjan var byggð í tveimur áföngum og komu margir að smíðinni, bæði fólk innan Setbergsprestakalls og utan þess. Kvenfélagið spilaði stórt hlutverk og sá til að mynda um að afla hluta þess fjár sem þurfti í verkið. Þá var séra Magnús Guðmundsson, þáverandi sóknarprestur, fremstur meðal jafningja og hvatti íbúa og aðra til að leggja hönd á plóg. „Það unnu margar hendur að smíðinni og sem dæmi komu hingað erlendir sjálfboðaliðar á vegum alkirkjuráðs og aðstoðuðu,“ segir Aðalsteinn og bætir því við að heilu áhafnirnar, jafnvel frá öðrum byggðarlögum, hafi komið og aðstoðað við smíðavinnuna.

Nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út á miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir