Skynsamlega lagt í stæði

Eins og margir vita eru bílastæði oft fremur þröng, í það minnsta fyrir fullvaxna bíla, og því erfitt að leggja í þau sum án þess að ganga á hlut næsta bíls við hliðina. Þessa skemmtilegu mynd tók Sverrir Karlsson í Grundarfirði. Ford bíll frá Snæfellsnes excursion fyrirtækinu er eðil málsins samkvæmt of stór fyrir venjulegt bílastæði, en þegar Citroen bíl af braggagerð er lagt við hliðina kemur það ekki að sök og samanlagt taka þeir tvö stæði. Eigandi Citroensins er norskur ferðamaður sem er á fer um Snæfellsnes.

Líkar þetta

Fleiri fréttir