MT0A: Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi ungmenna. Ljósm. iss.

Myndasyrpa frá Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Veðrið á mótinu var prýðisgott og mótið heppnaðist almennt vel. Vestlendingar stóðu sig vel á mótinu og ber þar hæst árangur Mána Hilmarssonar sem varð Íslandsmeistari í ungmennaflokki í fimmgangi á hestinum Presti frá Borgarnesi með heildareinkunnina 6,83. Í sama flokki lenti Konráð Axel Gylfason og Fengur frá Reykjarhóli í þriðja sæti með heildareinkunnina 6,67. Konráð varp einnig í fimmta sæti í ungmennaflokki í gæðingaskeiði á hestinum Atlas frá Efri-Hrepp; Konráð fékk meðaleinkunina 6,75. Í 100 metra skeiði, eða flugskeiði eins og það er kallað, lenti Þorgeir Ólafsson og Ögrun frá Leirulæk í fjórða sæti á tímanum 7,96 sekúndur. Í ungmennaflokki í fjórgangi varð Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum í fimmta sæti með heildareinkunnina 6,77.

Líkar þetta

Fleiri fréttir