MT0A: Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi ungmenna. Ljósm. iss.

Myndasyrpa frá Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Veðrið á mótinu var prýðisgott og mótið heppnaðist almennt vel. Vestlendingar stóðu sig vel á mótinu og ber þar hæst árangur Mána Hilmarssonar sem varð Íslandsmeistari í ungmennaflokki í fimmgangi á hestinum Presti frá Borgarnesi með heildareinkunnina 6,83. Í sama flokki lenti Konráð Axel Gylfason og Fengur frá Reykjarhóli í þriðja sæti með heildareinkunnina 6,67. Konráð varp einnig í fimmta sæti í ungmennaflokki í gæðingaskeiði á hestinum Atlas frá Efri-Hrepp; Konráð fékk meðaleinkunina 6,75. Í 100 metra skeiði, eða flugskeiði eins og það er kallað, lenti Þorgeir Ólafsson og Ögrun frá Leirulæk í fjórða sæti á tímanum 7,96 sekúndur. Í ungmennaflokki í fjórgangi varð Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum í fimmta sæti með heildareinkunnina 6,77.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira