Stemning á Reykhóladögum

Byggðahátíðin Reykhóladagar stendur nú sem hæst. Þegar þessi orð eru rituð stendur yfir keppni í dráttarvélaleikni, en keppnin hefur verið fastur liður í dagskrá Reykhóladaga frá upphafi. Fjölmenni er saman komið í þorpinu og fylgist með ökuþórunum leika listir sínar.

Í næsta tölublaði Skessuhorns sem kemur út á miðvikudag verður meðal annars að finna myndasyrpu frá Reykhóladögum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira