Elsa Árnadóttir er hér að kynna vörur sínar fyrir ferðamönnum.

Markaður og skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Fimmtudaginn 14. júlí voru tvö skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn. Þetta voru skipin Le Austral og Star Legend, sem láu við ankeri á ytri höfninni. Eins og venja er þá fara farþegar ýmist með rútum í skoðunarferðir eða rölta um bæinn. Það voru því nokkrar galvaskar handverkskonur sem ákváðu að setja upp markað fyrir ferðamennina í hjarta bæjarins þannig að þeir sem vildu spóka sig um í bænum gætu komið við hjá þeim og gert góð kaup. Ágætis sala var á markaðnum enda margt fallegt á boðstólnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir