Valdís Þóra fer vel af stað á Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í golfi fór af stað í gær á Jaðarsvelli á Akureyri. Mun standa til sunnudagsins 24. júlí. Mikil spenna er í kvennaflokki þessa stundina. Eftir fyrsta daginn var staðan sú að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Golfklúbbi Reykjavíkur leiddi kvennaflokkinn en hún lék á 70 höggum, einu undir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir í Golfklúbbnum Leyni sló einu höggi meira en Ólafía fyrsta daginn og var í öðru sæti með 71 högg eða á pari. Bæði hafa Ólafía og Valdís fagnað Íslandsmeistaratitlinum í tvígang.

Valdís Þóra hefur spilað mjög vel í dag, á öðrum keppnisdegis. Hún er nú komin fram úr Ólafíu. Valdís er nú þegar fréttin er skrifuð með fjóra undir pari en Ólafía tvo undir pari. Valdís fékk fugl á annari holu, örn á þeirri þriðju og fugl á fjórðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir