Skammt frá skónum mátti sjá restina af fatnaði fáklædda mannsins.

Kastaði af sér hverri spjör

 

Þegar blaðamaður var á ferð í Ólafsvík fyrir skemmstu gekk hann fram á umkomulausa skó sem sleiktu sólina á framrúðu bíls nálægt höfninni. Eigandi skónna var hvergi sjáanlegur en eitt er víst, að ekki komust þeir þangað af sjálfstáðum. Skammt frá mátti svo sjá húfu og vettlinga, einnig umkomulausa. Engu líkara var sem eigandi fatnaðarins hefði kastað af sér hverri spjör, þ.e.a.s. skóm, húfu og vettlingum og reynt að kæla sig niður í hitanum. Sólin sleikti bæjarbúa og gesti þennan daginn og því margt vitlausara en að fækka fötum, sama hversu léttklæddur maður var fyrir!

Líkar þetta

Fleiri fréttir