Frá skrúðgöngu rauða hverfisins á hátíðinni í fyrra.

Á góðri stund í Grundarfirði um helgina

Bæjarhátíðin Á góðri stund haldin er haldin hátíðleg 18. árið í röð í Grundarfirði um helgina, en í ár er sjötta árið sem Hátíðarfélagið sér um hana. Aldís Ásgeirsdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár og segir hún að undirbúningur gangi vel. „Það gengur mjög vel og allt að verða klárt,“ segir Aldís í samtali við Skessuhorn. Hátíðin hefur verið þekkt fyrir mikla litadýrð. „Litirnir og skreytingarnar skapa alltaf mikla stemningu á hátíðinni. Hverfunum er skipt upp í fjögur svæði; gult, rautt, grænt og blátt. Bæjarbúar taka virkan þátt í að skapa stemninguna og skreyta margir vel. Hápunktur hátíðarinnar fyrir marga eru síðan skrúðgöngurnar á laugardeginum þar sem hverfin marsera niður í bæ og mætast þar. Í bænum tekur við dagskrá og síðan halda þeir sem vilja niður á bryggju á stórt og skemmtilegt ball. Dagskráin er fjölbreytt í ár og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og öllum er velkomið að koma“ segir Aldís.

Aldís er aðeins 19 ára gömul og því að öllum líkindum yngsti skipuleggjandi bæjarhátíðar á Íslandi. „Fyrst þegar ég var spurð út í það hvort ég vildi taka þetta að mér var ég óviss en stökk síðan á tækifærið. Þetta er vissulega mikil vinna en einnig er þetta dýrmæt reynsla. Mér finnst gaman að vera hent út í djúpu laugina og þurfa að fara út fyrir þægindarammann. Það eru öllum hollt,“ segir Aldís að endingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira