Árni Guðmundsson í fullum skrúða. Ljósm. afe.

Baggað í Borgarfirði

Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við landsmenn upp á síðkastið, þá ekki síst í uppsveitum Borgarfjarðar. Bændur hafa þar á bæjum verið duglegir við að nýta blíðviðrið í heyannir fyrir veturinn. Þá eru stórvirku rúllu- og pökkunarvélarnar dregnar fram og látnar leika listir sínar við túnin á methraða. En við og við má sjá leiftur frá liðinni öld, bændur sem gera hlutina á öðrum takti. Á meðfylgjandi mynd má sjá Árna Guðmundsson framkvæmdastjóra Beigalda Holding brúka New Holland heybaggavél á þessum forláta Ford 3000 traktor.

Líkar þetta

Fleiri fréttir