Árni Guðmundsson í fullum skrúða. Ljósm. afe.

Baggað í Borgarfirði

Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við landsmenn upp á síðkastið, þá ekki síst í uppsveitum Borgarfjarðar. Bændur hafa þar á bæjum verið duglegir við að nýta blíðviðrið í heyannir fyrir veturinn. Þá eru stórvirku rúllu- og pökkunarvélarnar dregnar fram og látnar leika listir sínar við túnin á methraða. En við og við má sjá leiftur frá liðinni öld, bændur sem gera hlutina á öðrum takti. Á meðfylgjandi mynd má sjá Árna Guðmundsson framkvæmdastjóra Beigalda Holding brúka New Holland heybaggavél á þessum forláta Ford 3000 traktor.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira