Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik. Ljósm. KKÍ.

Tveir Snæfellingar í æfingahópnum

Undirbúningur Íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik fyrir Evrópumótið 2017 hefst formlega í dag, miðvikudag 20. júlí. Landsliðsþjálfarateymið hefur boðað 22 leikmenn til æfinga með landsliðinu frá og með deginum í dag, en alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum. Æft verður fram að helgi og þá verður hópurinn skorinn niður áður en æfingar hefjast að nýju á mánudag. Þá mun æfingahópurinn hitta fyrir þá leikmenn sem voru í landsliðinu í fyrra og æfa ekki með fyrsta úrtakshópnum. Auk þess munu nokkrir leikmenn úr U20 landsliðinu bætast við hópinn þegar þeir snúa aftur frá EM U20 liða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana.

Meðal þeirra 22 leikmanna sem boðnir hafa verið til æfinga fram að helgi eru Snæfellingarnir Austin Magnús Bracey og Stefán Karel Torfason. Á föstudagskvöld kemur síðan í ljós hvort þeir halda áfram að æfa með hópnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira