Rallað verður um Skagafjörð um helgina

Rallýáhugafólk leggur land undir fót um næstu helgi en þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý fer fram í Skagafirði 22. og 23. júlí næstkomandi. Það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem stendur fyrir keppninni en hún er með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár. Góð þátttaka er í keppnina en hátt í tuttugu áhafnir eru skráðar til leiks. Má meðal keppenda sjá bæði nýliða sem og þrautreynda keppendur.  Vestlendingarnir Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi og Þorkell Símonarson, Keli Vert, eru skráðir til leiks ásamt félögum sínum, þeim Sigurði Braga Guðmundssyni og Þórarni K. Þórssyni. Þeir Aðalsteinn og Sigurður aka á Mitsubishi Lancer Evo en Keli og Þórarinn á Toyota Hilux.

Keppnin hefst á föstudagsköldið með akstri á tveimur sérleiðum áður en tekið verður viðgerðar- og næturhlé. Laugardagur er síðan langur dagur, bæði krefjandi og langar sérleiðir sem reyna verulega á einbeitingu áhafna sem og ástand bifreiðanna. Lýkur keppni síðan klukkan 16:00 með tilkynningu úrslita.

Rallað um Skagafjörð um helgina_2

Líkar þetta

Fleiri fréttir