Þorbjörn Heiðar varð í fyrsta sæti í B flokki, Gísli Þór í öðru og Steingrímur Kári í þriðja.

Keppt var á Íslandsmeistaramóti í motocross á Akrabraut

Síðastliðinn laugardag fór fram fjórða umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocross á Akrabraut við Akrafjall. „Keppnin gekk eins vel og hugsast gat. Veðrið var frábært, logn og steikjandi hiti, brautin og aðstæðurnar til fyrirmyndar og keppnin gekk slysalaust fyrir sig. Það var mikil ánægja meðal keppenda með mótið,“ segir Jóhann Pétur Hilmarsson formaður Vélhjólaíþróttafélags Akraness í samtali við Skessuhorn. „Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í brautinni eftir að við snerum henni við, þ.e.a.s. eftir að ákveðið var að keyra öfugan hring en áður var gert. Fyrir keppnina var keyrt tuttugu og fjórum vörubílsförmum af sandi í einn kafla brautarinnar. Það var fyrirtækið Þróttur sem styrkti okkur með sandi og erum við mjög þakklát fyrir það. Við erum bara mjög lukkuleg með þetta allt saman,“ segir Jóhann Pétur.

Besti árangur Vestlendinga á mótinu var að Skagamaðurinn Þorbjörn Heiðar Heiðarsson sigraði í B- flokknum á mótinu. Í sama flokki varð svo Jóhann Pétur Hilmarsson og Sveinbjörn Reyr Hjaltason í fjórða og fimmta sæti.

Önnur úrslit voru eftirfarandi:

 

85 flokkur.

 1. Víðir Tristan Víðisson
 2. Eiður Orri Pálmarsson
 3. Axel Orri Arnarsson

85 flokkur yngri

 1. Máni Freyr Pétursson
 2. Fannar Freyr Jónasson
 3. Sara Lind Jakobsdóttir

Kvennaflokkur

 1. Gyða Dögg Heiðarsdóttir
 2. Karen Arnardóttir
 3. Aníta Hauksdóttir

MX kvenna (Unglingaflokkur)

 1. Elísa Eir Gunnarsdóttir
 2. Sara Lorange Magnúsdóttir
 3. Salka Sól Hannibalsdóttir

MX kvenna 40+

 1. Theodóra Björk Heimisdóttir
 2. Björk Erlingsdóttir

MX2

 1. Ingvi Björn Birgisson
 2. Einar Sigurðsson
 3. Oliver Örn Sverrisson

MX karla (Unglingaflokkur)

 1. Elmar Darri Vilhelmsson
 2. Viggó Smári Pétursson
 3. Oliver Glick

40+/50+ flokkur

 1. Ragnar Ingi Stefánsson
 2. Heiðar Örn Sverrisson
 3. Jón Kristján Jacobsen

B- flokkur

 1. Þorbjörn Heiðar Heiðarsson
 2. Gísli Þór Ólafsson
 3. Steingrímur Kári Kristjánsson

C- flokkur

 1. Þorgeir Ómarsson
 2. Ástrós Líf Rúnarsson

MX Open

 1. Ingvi Björn Birgisson
 2. Guðbjartur Magnússon
 3. Hlynur Örn Hrafnkelsson
Líkar þetta

Fleiri fréttir