Darrel Flake að fara í lay-up á meðan Lúðvík horfir á.

Darrell Flake snýr aftur í Borgarnes

Reynsluboltinn Darrel Flake hefur skrifað undir eins árs samning við Skallagrímsmenn og mun hann því leika með liðinu í Dominos deildinni næsta vetur. Flake, sem er 36 ára miðherji, er Borgnesingum að góðu kunnugur. Hann lék fyrst með liðinu á árunum 2006-2008 og aftur 2010-2012. Frá 2014 hefur hann leikið með öflugu liði Tindastólsmanna sem m.a. lék til úrslita í Dominos deildinni 2015. Síðasta tímabil var Flake með 9,2 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik. „Við væntum mikils af reynslu og leiðtogahæfni Flake í ungu og efnilegu liði Skallagríms,“ segir í Haraldur Már Stefánsson hjá Körfuknattleiksdeild Skallagríms.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira