Meistaraflokkur Skallagríms. Á myndina vantar Jóhönnu Björk, Sólrúnu Sæmundsdóttur og Þórkötlu Þórarinsdóttur. Ljósm. Karfan.is

Tvær landsliðskonur til viðbótar til Skallagríms

Stórtíðindi berast nú úr Borgarnesi. Fyrr í sumar samdi kvennalið Skallagríms í körfu við landsliðskonuna Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur en nú hafa tvær landsliðskonur til viðbótar bæst í hópinn og stefnir allt í að Skallagrímur ætli sér að gera stóra hluti í efstu deild næsta vetur. Landsliðskonurnar sem nú hafa skrifað undir eru þær Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir sem báðar koma frá Haukum. Auður Íris er bakvörður fædd 1992 en Jóhanna Björk framherji og fædd árið 1989.  Miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi einnig við Skallagrím en hún spilaði síðast með Valskonum. Hanna Þráinsdóttir sem spilaði á venslasamningi með Skallagrími í fyrra frá Haukum hefur einnig skrifað undir eins árs samning við Skallagrím. Þá hafa þær Sólrún Sæmundsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Gunnfríður Ólafsdóttir allar skrifað undir nýjan samning við Skallagrím.

Það verður áhugavert að fylgjast með liði Skallagríms í úrvalsdeild í vetur en þær hefja leik þann 5. október í Vesturlandsslag gegn Snæfelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir