Þórhallur Kári mun ekki leika meira með Víkingum í sumar. Hér er hann ásamt Jónasi Gesti formanni Víkings þegar lánið til Snæfellinga var handsalað.

Þórhallur Kári kallaður til baka úr láni

Þórhallur Kári Knútsson sem hefur verið á lánssamningi hjá Víkingi Ólafsvík frá Stjörnunni í sumar. Hann hefur nú verið kallaður til baka í Stjörnuna. Þórhallur Kári hefur leikið ágætlega með Víkingi í sumar og komið við sögu í öllum leikjum liðsins það sem af er sumri. Brotthvarfið verður því viss blóðtaka fyrir Víkinga.

Í samtali við mbl.is sagði Brynjar Björn, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, ástæðu þess að Þórhallur hafi verið kallaður til baka sé sú að hópurinn hafi þynnast undanfarið og Þórhallur muni koma til með að auka breiddina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir