Skagakonur fá til sín norskan sóknarleikmann

Skagakonur hafa styrkt leikmannahópinn fyrir komandi átök í Pepsi deild kvenna. Cathrine Dyngvold er 27 ára norskur sóknarleikmaður sem hefur gengið til liðs við ÍA. Hún lék síðast með liði Kopparbergs/Göteborg  í sænsku úrvalsdeildinni. Skagakonur sitja á botni Pepsi deildar kvenna með aðeins eitt stig og hafa skorað eitt mark í sumar. Það hefur því vantað upp á mörkin í sumar og er Dyngvold fengin til þess að reyna breyta því.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir