Skagakonur fá til sín norskan sóknarleikmann

Skagakonur hafa styrkt leikmannahópinn fyrir komandi átök í Pepsi deild kvenna. Cathrine Dyngvold er 27 ára norskur sóknarleikmaður sem hefur gengið til liðs við ÍA. Hún lék síðast með liði Kopparbergs/Göteborg  í sænsku úrvalsdeildinni. Skagakonur sitja á botni Pepsi deildar kvenna með aðeins eitt stig og hafa skorað eitt mark í sumar. Það hefur því vantað upp á mörkin í sumar og er Dyngvold fengin til þess að reyna breyta því.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira