Íslandsmeistaramótið í motocross á Akranesi

Næsta mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar í motocross verður haldið á Akranesi á morgun, laugardaginn 16. júlí. Gestgjafar mótsins eru félagar í Vélhjólaíþróttafélagi Akraness og keppt verður í Akrabraut, sem staðsett er upp undir Akrafjalli.

Mótið hefst klukkan 10:20 og áætlað er að keppni ljúki kl. 16:30. Vélhjólaáhugamönnum er bent á að ókeypis aðgangur er fyrir áhorfendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir