Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu, síra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti og Dagný Emilsdóttir móttökustjóri Snorrastofu.

Tímamót í Reykholti

Júlí 2016 er merkismánuður í sögu Reykholts í Borgarfirði. Um þessar mundir eru 20 ár síðan fyrsta sýningin var sett upp í Snorrastofu. Markar það upphaf ferðaþjónustu í stofnuninni. Dagana 22. til 24. júlí munu sóknarbörn og fleiri fagna 20 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju, en hún var vígð 28. júlí árið 1996 af herra Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi í Skálholti. Þessa daga verður Reykholtshátíð haldin í tuttugasta skipti, en hún hefur árlega verið haldin í tengslum við kirkjudaginn. Skessuhorn var á ferð í Reykholti síðastliðinn fimmtudag og ræddi við síra Geir Waage sóknarprest, Dagnýju Emilsdóttur móttökustjóra Snorrastofu og Berg Þorgeirsson, forstöðumann Snorrastofu, um þessi merku tímamót sem framundan eru í Reykholti.

Lesa meira

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira