Samira Suleman hefur nú skorað átta mörk í jafn mörgum deildarleikjum.

Víkingur sigraði Fram

Víkingur Ó tók á móti Fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Dró til tíðinda á 25. mínútu þegar heimakonur fengu vítaspyrnu. Samira Suleman fór á punktinn sendi boltann í netið framhjá markverði Fram. Var það hennar áttunda mark í jafn mörgum leikjum í deildinni í sumar. Fehima Líf Purisevic innsiglaði síðan 2-0 sigur Víkings á lokamínútu leiksins.

Liðið situr í þriðja sæti A riðils með 18 stig eftir átta leiki, jafn mörg og HK/Víkingur í sætinu fyrir ofan og einu stigi á eftir toppliði ÍR, sem er einmitt næsti mótherji Víkingskvenna. Sá leikur fer fram á ÍR-vellinum í Reykjavík sunnudaginn 17. júlí næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira