Samira Suleman hefur nú skorað átta mörk í jafn mörgum deildarleikjum.

Víkingur sigraði Fram

Víkingur Ó tók á móti Fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Dró til tíðinda á 25. mínútu þegar heimakonur fengu vítaspyrnu. Samira Suleman fór á punktinn sendi boltann í netið framhjá markverði Fram. Var það hennar áttunda mark í jafn mörgum leikjum í deildinni í sumar. Fehima Líf Purisevic innsiglaði síðan 2-0 sigur Víkings á lokamínútu leiksins.

Liðið situr í þriðja sæti A riðils með 18 stig eftir átta leiki, jafn mörg og HK/Víkingur í sætinu fyrir ofan og einu stigi á eftir toppliði ÍR, sem er einmitt næsti mótherji Víkingskvenna. Sá leikur fer fram á ÍR-vellinum í Reykjavík sunnudaginn 17. júlí næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir