Skagakonur mæta Blikum í kvöld

Áttunda umferð Pepsi deildar kvenna verður spiluð í heild sinni í kvöld. Skagakonur mæta liði Breiðabliks á Akranesvelli klukkan 19:15. Skagakonur hafa verið í erfiðleikum í deildinni í sumar og eru á botni deildarinnar með eitt stig. Breiðablik er hins vegar í efsta sæti deildarinnar með 17 stig. Leikurinn í kvöld verður því erfiður fyrir Skagakonur og því ekki úr vegi að Skagamenn sýni stuðning sinn og mæti á völlinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira