Hjördís Helga Ágústsdóttir með schafer tíkinni Whoppy og hvíta schafer rakkanum Klaka.

Byrjar að rækta nýja hundategund á Íslandi

„Ertu hrædd við hunda?“ spyr Hjördís Helga Ágústsdóttir blaðamann þegar við kíktum í heimsókn til hennar fyrir helgina. Blaðamaður svarar því neitandi og fær þá hlýjar móttökur af hvítum, loðnum og stórum hundi sem minnir helst á ísbjörn, ekki að blaðamaður hafi séð ísbjörn. Hann hefur fengið nafnið Klaki sem er vel viðeigandi fyrir þennan hvíta bangsa. Klaki er annar af tveimur fyrstu hvítu schafer hundum á Íslandi. Hjördís og Anna Þórunn Björnsdóttir, fluttu þá báða til landsins á síðasta ári og eiga þær von á þriðja hundinum í haust. Hjördís hefur verið farsæll ræktandi schafer hunda í 22 ár og stefnir nú á að taka nýja stefnu í sinni ræktun og færa sig alfarið yfir í ræktun á hvítum schafer.

Nánar er rætt er við Hjördísi Helgu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira