Björn Bergmann og Ole Gunnar Solskjær/ Ljósm. Moldefk.no

Björn Bergmann genginn til liðs við Molde

Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Molde til þriggja ára. Björn verður þar með annar Íslendingurinn sem semur við Molde á árinu en Eiður Smári Gudjohnsen samdi við liðið fyrr á árinu. Björn Bergmann kemur frítt til Molde en hann lék síðast með liði Wolverhampton Wanderers í ensku b-deildinni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og lituðu þau veru hans hjá Úlfunum töluvert. Hann fór að láni til Molde frá Úlfunum árið 2014 og vann með liðinu norsku deildina. Björn spilaði einnig með Lilleström í fjögur tímabil svo norska úrvalsdeildin er Birni ekki ókunn.

Þjálfari Molde er Manchester United goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Solskjær hefur miklar mætur á Birni og segir á heimasíðu Molde hafa fylgst með honum síðan árið 2011 og að Björn sé líkamlega sterkur leikmaður sem einnig sé klókur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir