David Beckham með lax úr Langá. Skjáskot af mynd sem hann birti á Instagram-síðu sinni á sunnudag.

Beckham við veiðar í Langá

,,Konan kallaði á mig og sagði að David Beckham væri að veiða hérna fyrir neðan bústaðinn okkar við Langá. Ég fór og náði í kíki en var ekki viss,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem var við Langá á Mýrum þar sem David Beckham hefur verið við veiðar síðustu daga með fjölskyldu sinni og íslenskum vinum eins og Björgólfi Thor, en þeir þekkjast vel. Björgólfur veiðir reyndar mest í Hafffjararðrá en hefur veitt í Langá.

Veiðin gekk rólega nokkrir laxar komu á land en fiskur hefur víða verið tregur að taka í veiðiánum síðustu daga. Líklega vegna hita og vatnsleysis. Reyndar er staðan ágæt í Langá. Veiðitíminn var með alla ána á leigu.

,,Hann kastaði fimlega við Stangarhylinn, fyrrum fótboltakappinn og bar sig vel af veiðinni,“ sagði Ingvi Hrafn enn fremur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira