David Beckham með lax úr Langá. Skjáskot af mynd sem hann birti á Instagram-síðu sinni á sunnudag.

Beckham við veiðar í Langá

,,Konan kallaði á mig og sagði að David Beckham væri að veiða hérna fyrir neðan bústaðinn okkar við Langá. Ég fór og náði í kíki en var ekki viss,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem var við Langá á Mýrum þar sem David Beckham hefur verið við veiðar síðustu daga með fjölskyldu sinni og íslenskum vinum eins og Björgólfi Thor, en þeir þekkjast vel. Björgólfur veiðir reyndar mest í Hafffjararðrá en hefur veitt í Langá.

Veiðin gekk rólega nokkrir laxar komu á land en fiskur hefur víða verið tregur að taka í veiðiánum síðustu daga. Líklega vegna hita og vatnsleysis. Reyndar er staðan ágæt í Langá. Veiðitíminn var með alla ána á leigu.

,,Hann kastaði fimlega við Stangarhylinn, fyrrum fótboltakappinn og bar sig vel af veiðinni,“ sagði Ingvi Hrafn enn fremur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.