Leik ÍA og Breiðabliks frestað

Leikur ÍA og Breiðabliks í tíundu umferð Pepsi deildar karla sem átti að fara fram í dag klukkan 16:00 á Kópavogsvelli hefur verið frestað. Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:15. Ástæðan fyrir seinkuninni er sú að Blikar eru nýkomnir heim frá Lettlandi þar sem þeir kepptu Evrópuleik við Jelgava. Eftir slíka ferð eiga þeir rétt á 48 tíma hvíld og því fer leikurinn fram á morgun.Fyrir leikinn eru Skagamenn í níunda sæti með tíu stig og Blikar í fjórða sæti með sextán stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir