Leik ÍA og Breiðabliks frestað

Leikur ÍA og Breiðabliks í tíundu umferð Pepsi deildar karla sem átti að fara fram í dag klukkan 16:00 á Kópavogsvelli hefur verið frestað. Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:15. Ástæðan fyrir seinkuninni er sú að Blikar eru nýkomnir heim frá Lettlandi þar sem þeir kepptu Evrópuleik við Jelgava. Eftir slíka ferð eiga þeir rétt á 48 tíma hvíld og því fer leikurinn fram á morgun.Fyrir leikinn eru Skagamenn í níunda sæti með tíu stig og Blikar í fjórða sæti með sextán stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira