Óskar Færseth við veiðar í Reykjadalsá.

Fimmtán laxar komnir á land í Reykjadalsá

,,Veiðin hefur verið allt í lagi i Reykjadalsá og núna eru komnir 15 laxar á  land og hann er 14 pund sá stærsti,, sagði Óskar Færseth er við spurðum stöðuna í ánni fyrir helgi. Tíminn í Reykjadalsá er að byrja núna svo þetta er í góðu lagi. ,,Við erum bara hressir með þessa stöðuna í ánni, 15 laxar og það eru fiskar í henni á nokkrum stöðum. Sumarið gæti bara orðið gott þarna,“ sagði Óskar sem nokkrum sinnum ætlar að fara í ána í sumar.

..Það gengur ágætlega í Þverá og Kjarrá en árnar hafa gefið 740 laxa,“ sagði Aðalsteinn Pétursson sem var að veiða við Þverá og það kom fiskur á um leið og við heyrum í honum. Lúsugur fiskur sem hefur komið á síðasta flóði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir