Fjölgar í Hólminum

Á bæjarskrifstofunni í Stykkishólmi er fylgst náið með íbúaþróun í bænum. Þannig er greint frá því á vef sveitarfélagsins að bæjarbúar hafi verið 1150 talsins þriðjudaginn 5. júlí síðastliðinn. Hefur Hólmurum því fjölgað um sem nemur 4,3 prósentustigum frá áramótum. „Þessi þróun er mjög jákvæð ef miðað er við almenna íbúaþróun á landinu og í einstökum landshlutum. Vonandi heldur þessi þróun áfram,“ segir á vef Stykkishólmsbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira