Myndasyrpa frá Írskum dögum

Bæjarhátíðin Írskir dagar fór fram á Akranesi dagana 30. júní – 3. júlí síðastliðna. Mikið líf og fjör ríkti í bænum meðan á hátíðinni stóð. Dagskráin var fjölbreytt svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. „Hátíðin gekk bara ákaflega vel fyrir sig líkt og undanfarin ár. Veðrið hefði kannski mátt vera ögn betra en það var gott veður á sunnudaginn þegar Leikhópurinn Lotta var með sýningu og fólk horfði saman á landsleikinn í Garðalundi; það var því gaman að enda á svoleiðis veðri þótt úrslitin úr leiknum hefðu mátt vera skemmtilegri. Ég vil líka fá að koma á framfæri þökkum til þeirra sem komu að hátíðinni með okkur og þá sérstakar þakkir til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem hjálpuðu okkur að koma upp skjánum fyrir landsleikinn. Það var sannkölluð bæjarsamstaða sem átti sér stað þar,“ sagði Hallgrímur Ólafsson verkefnastjóri Írskra daga í samtali við Skessuhorn.

Veglega myndasyrpu frá Írskum dögum er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira