Körfuboltasumarið á ferð um Vesturland

Snemmsumars setti Körfuknattleikssamband Íslands á laggirnar Körfuboltasumarið, verkefni sem ætlað er að efla iðkun körfuknattleiks yfir sumartímann. Nær það yfir sumrin 2016 og 2017 og er styrkt af þróunarsjóði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins. Einn liður verkefnisins felur í sér að A-landsliðsfólk Íslands heimsæki þau félög sem bjóða upp á sumaræfingar eða námskeið.

Dagana 4.-9. júlí verður Körfuboltasumarið á ferð um landið þar sem félög verða sótt heim. Ferðalagið hefst á Vesturlandi í dag, mánudaginn 4. júlí, þegar landsliðsmennirnir heimsækja Borgnesinga. Næst er förinni heitið í Stykkishólm á morgun, þriðjudaginn 5. júlí, áður en hringferðinni um landið verður haldið áfram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira