Landsleikurinn verður sýndur í Hjálmakletti

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur við Frakkland í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudagskvöld klukkan 19:00. Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi ætlar að sýna leikinn á tjaldi í Hjálmakletti. Húsið verður opnað klukkan 18:00 og verða seldar grillaðar pylsur og gos. Eru allir hvattir til að fjölmenna, klæddir í blátt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira