Sveit Golfklúbbsins Jökuls sem keppti í Sveitakeppni GSÍ á dögunum.

Klúbbar á svæðinu standa fyrir golfmóti umhverfis Snæfellsnes

Eins og við sögðum frá í síðasta Skessuhorni fór Sveitakeppni Golfsambands Íslands fram helgina 24.-26. júní síðastliðinn. Í frétt Skessuhorns láðist að geta árangurs sveitar Golfklúbbsins Jökuls í Snæfellsbæ og er beðist velvirðingar á því. Klúbburinn keppti nú í fyrsta skipti í efstu deild karla ásamt sjö öðrum klúbbum. Keppt var á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Snæfellingum gekk ágætlega á mótinu og höfnuðu í fimmta sæti í deildinni og spila því áfram í deild þeirra bestu að ári. Það varð hins vegar hlutskipti Golfklúbbs Borgarness og Golfklúbbs Setbergs að falla niður í aðra deild. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi spilaði sig upp úr annarri deild í þá fyrstu bæði í kvenna- og karlaflokki.

Golfklúbburinn Jökull hefur staðið fyrir 9 holu golfmótum alla þriðjudaga í sumar og hefur þátttaka verið mjög góð og skapast góður félagsandi í klúbbnum. Um helgina 15. til 16. júlí n.k. verður mjög áhugavert golfmót á Snæfellsnesi sem Jökulsmenn kalla “Umhverfis Snæfellsnes á 2 dögum.”  Þá verða leiknar 9 holur á hverjum velli á Snæfellsnesi þ.e. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Staðarsveit. Samanlagður árangur ræður úrslitum á mótinu. Vegleg verðlaun verða í boði, sbr:

Standa fyrir golfmótinu Umhverfis Snæfellsnes á tveimur dögum_2

Líkar þetta

Fleiri fréttir