Birna G Konráðsdóttir á útskriftardaginn sinn við Háskólann á Akureyri. Það stóð tæpt að hún sjálf kæmist í útskriftina vegna krabbameinsmeðferðarinnar.

Borgfirðingur með stóru B-i og telur dreifbýlið sitja á hakanum

Birna Guðrún Konráðsdóttir á Borgum í Stafholtstungum hefur vermt formannssætið í Veiðifélagi Norðurár frá árinu 2009 og verið í stjórn félagsins frá 2005, þrátt fyrir að vera ekki mikil veiðikona sjálf. „Það er örugglega ágætt að ég sé ekki með veiðidellu. Þá væri ég eflaust alltaf að freistast til að komast í veiði sjálf og um það snýst þetta ekki, rekstur á einu veiðifélagi,“ segir Birna. Nú er hún að segja skilið við formannssætið og segir það brjóta í bága við allar þær venjur sem skapast hafa í kringum formennsku í félaginu, en félagið fagnaði 90 ára afmæli í vor. „Í fyrsta lagi er ég kona og kem af neðsta svæði árinnar, sem var nú aldrei talið fínt hér áður fyrr, hvað þá fyrir formann,“ segir Birna og hlær. „Svo sit ég stutt sem formaður, en á þessum 90 árum hafa aðeins verið fimm formenn verið í félaginu að mér meðtalinni. Það segir nú eitthvað um hvað þessir karlar hafa setið lengi,“ bætir hún við brosandi. Í stuttu spjalli við Birnu kemur fram að ýmislegt hefur á daga hennar drifið að undanförnu. Hún hefur undanfarin ár setið á skólabekk og lært nútímafræði og stefnir á að skrifa mastersritgerð eftir áramótin, helst úti á Ítalíu af því hún veit að hún þarf hvort eð er að kúpla sig frá öllu annríki dagsins á meðan á ritsmíðinni stendur. En Birna hefur fastar skoðanir. Hún gagnrýnir harðlega það sem hún kallar afskiptaleysi þéttbýlisins gagnvart dreifbýlinu. Telur sveitirnar algjörlega sitja eftir í fjarskiptamálum og hefði talið eðlilegt að byrjað hefði verið að ljósleiðaravæða þau svæði sem eru nánast enn með gamla sveitasímann. Ofan á allt hefur hún verið að glíma við krabbamein og dvaldi meðal annars á „grillhúsinu,“ eins og hún sjálf kallar geislameðferðina sem hún gekk í gegnum fyrr á þessu ári.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira