Uppáhalds minningar stuðningsmanna ÍA

Skagamenn eiga ríka og merkilega sögu í knattspyrnu. Þeir hafa unnið fjölda titla og skapað marga atvinnu- og landsliðsmenn. Stuðningsmenn Skagans eiga fjölmargar minningar af fallegum og tilfinningaríkum augnablikum. Í dag sendi Knattspyrnufélag ÍA frá sér myndband  sem ber yfirskriftina „Við erum ÍA“ þar sem stuðningsmenn rifja upp þeirra uppáhalds augnablik og leiki. Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan. Um leið er vert að minnast á það að Skagamenn leika gegn Stjörnunni í Pepsi deild karla í kvöld klukkan 20:00.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir