Keppendur nýlagðir af stað frá Arnarstaða og eru hér að fara uppá Jökulhálsinn. Ljósm. af.

Snæfellsjökulshlaup við erfiðar aðstæður

Sjötta Snæfellsneshlaupið fór fram á laugardaginn. Líkt og áður var hlaupið ræst frá Arnarbæ á Arnarstapa, hlaupið yfir Jökulháls og endað í Ólafsvík. Alls eru hlaupnir um 22 kílómetrar við misjafnar aðstæður, að sögn Fannars Baldursson sem sér um hlaupið ásamt konu sinni Rán Kristinsdóttur. Fannar sagði að aðstæður hafi veirð erfiðar á Jökulhálsinum en þar eru hlaupnir fjórir kílómetra í snjó. Til viðbótar hafi verið úrkoma og landið því talsvert blautt. „Þetta var því erfitt hlaup að þessu sinni og mikil áskorun fyrir keppendur sem höfðu samt gaman af. Að þessu sinni voru 152 keppendur sem tóku þátt,“ sagði Fannar.

Keppt  var í þremur flokkum og sigraði Kári Steinn Karlsson á tímanum 1,29,03 en fljótasta konan var Helen Ólafsdóttir á tímanum 1,55,52. Heimamenn komu sterkir í þetta hlaup og var Brynjar Vilhjálmsson fljótastur þeirra á tímanum 1,57,12.

Að hlaupi loknu voru léttar veitingar og bauð Snæfellsbær öllu keppendum í sund sem var vel þegið eftir erfitt en skemmtilegt hlaup.

Nánar í Skessuhorni sem kemur út næsta miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir