Sigursveit Leynis á mótinu. Ljósm. golf.is

Golfklúbburinn Leynir komst upp um deild í karla- og kvennaflokki

Íslandsmót golfklúbba 2016 fór fram um liðna helgi. Mótið hófst á föstudegi og lauk í gær. Mótið hlaut nýtt nafn í vor en áður hét það Sveitakeppni GSÍ. Flestir af bestu kylfingum landsins kepptu á mótinu og margar hörkuviðureignir litu dagsins ljós. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki.

Golfklúbbur Borgarness keppti í fyrstu deild karla á mótinu og var keppt á Korpúlfsstaðavelli. GB lenti í sjöunda sæti, eða næst neðsta, og féll því úr fyrstu deild niður í aðra. Í annari deild karla lék Golfklúbburinn Leynir. Stóðu karlarnir sig vel á mótinu og sigruðu í deildinni. Þeir munu því leika í fyrstu deild á næsta ári.

Í annarri deild kvenna lék Golfklúbburinn Leynir. Líkt og í karlaflokki sigruðu konurnar keppnina í deildinni og komust því upp í fyrstu deild.

Í fjórðu deild spiluðu golfkúbbarnir Mostri í Stykkishólmi og Vestarr í Grundarfirði í karlaflokki. Hólmarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu og fara því upp um eina deild. Vestarr varð í sjötta sæti í deildinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir