Frá undirskriftinni fyrir helgi. Ljósm: Heimasíða Snæfells.

Snæfell framlengir samninga við sex leikmenn

Snæfell varð Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna á síðasta tímabili. Sex leikmenn skrifuðu fyrir helgi undir nýjan samning við liðið og ætla því að hjálpa því að verja titilinn á komandi tímabili. Um er að ræða þær Andreu Björt Ólafsdóttur, Önnu Soffíu Lárúsdóttur, Helgu Hjördísi Björgvinsdóttur, Hrafnhildi Magnúsdóttur, Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur og Maríu Björnsdóttur.

Það eru mjög ánægjuleg tíðindi fyrir Snæfell að ná að halda þessum leikmönnum fyrir næsta tímabil. Staðan með erlendan leikmann hjá Snæfelli er enn óráðinn en á síðustu leiktíð spilaði Haiden Denise Palmer með liðinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir