Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í Skallagrím

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur verið meðal bestu körfuknattleikskvenna á Íslandi undanfarin ár. Hún hefur nú skrifað undir samning um að spila með gamla uppeldisfélaginu á næstu leiktíð í efstu deild. Sigrún Sjöfn spilaði á síðustu leiktíð með Grindavík í Domino‘s deild kvenna en hún lék tvo leiki með Skallagrími í fyrstu deild kvenna í upphafi tímabils áður en hún gekk til liðs við Grindavík. Sigrún hefur spilað yfir 40 landsleiki fyrir hönd Íslands og verið í atvinnumennsku. Hún spilaði í sænsku úrvalsdeildinni með liði Norrköping Dolphins áður en hún kom aftur til Íslands í fyrra.

Á síðustu leiktíð var Sigrún með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 34,4 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Grindavík. Sigrún er mikill liðsstyrkur fyrir lið Skallagríms sem spilar nú í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í körfubolta í fjörutíu ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir