Hildur Karen (til hægri) er nýr íþróttafulltrúi ÍA. Hún er hér ásamt Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur formanni ÍA.

Nýr íþróttafulltrúi ráðinn til ÍA

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir tók á dögunum við stöðu íþróttafulltrúa Íþróttabandalags Akraness. „Hildur Karen hefur gríðarlega mikla þekkingu og reynslu innan íþróttahreyfingarinnar en hún hefur starfað fyrir félagið bæði sem kennari, þjálfari og foreldri. Hún hefur komið víða við innan íþróttabandalagsins m.a. setið í stjórn og varastjórn ÍA til nokkurra ára. Hildur Karen hefur þjálfað sund fyrir alla aldurshópa hjá sundfélagi ÍA í 17 ár.  Hún hefur séð um og stjórnað sundskóla fyrir börn á aldrinum 3 mánaða til 6 ára, verið með sundnámskeið fyrir fullorðna og hefur haft umsjón með samfloti fyrir almenning. Hildur Karen er drífandi, jákvæð og góð fyrirmynd. Hún mun án efa efla íþróttastarfið á Akranesi og vonum við í framkvæmdastjórn ÍA að samstarfið verði farsælt.“ segir á vef ÍA um ráðninguna.

Hildur Karen tekur við stöðunni af Jóni Þór Þórðarsyni sem hafði gegnt starfinu síðastliðinn áratug. ÍA vill þakka honum kærlega fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir