Svipmynd úr Akrabraut. Ljósm. úr safni; VIFA.

Keppt í Akrabraut á miðvikudaginn

Félagsmenn í Vélhjólaíþróttafélagi Akraness tóku þátt á fyrsta mótinu í Íslandsmeistara mótaröðinni í motocross sem fram fór um síðustu helgi á Selfossi. Allir stóðu sig með prýði. Bestum árangri náðu þeir Sveinbjörn Reyr Hjaltason og Jóhann Pétur Hilmarsson sem urðu í 2. og 3. sæti í B-flokki.

VÍFA heldur bikarmót í Akrabraut miðvikudaginn 15. júní. Keppni hefst klukkan 19:00 og er frítt inn á svæðið. Skagamenn og gestir eru hvattir til að kíkja við, segir í tilkynningu frá VÍFA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir