Manuel Rodriguez áfram í Borgarnesi

Manuel Rodriguez hefur ákveðið að framlengja samning sinn sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta og stýra þeim í úrvalsdeildinni næsta haust. Manuel hefur náð góðum árangri með Skallagrím; hann tók við liðinu síðasta haust og kom þeim upp í úrvalsdeild með sannfærandi hætti, liðið tapaði aðeins tveimur leikjum á tímabilinu. Þetta eru því gleðifréttir fyrir Borgnesinga.

Kvennalið Skallagríms mun spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í 40 ár. Í frétt sem Skallagrímur sendi frá sér segir að búast megi við frekari fréttum af liðinu á næstu vikum. Spennandi verður að fylgjast með hvað Skallagrímur gerir á leikmannamarkaðnum í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir