Samira að skora, þó ekki í leiknum í gær. Ljósm. úr safni.

Víkingur á toppi A-riðils fyrstu deildar

Víkingur Ólafsvík fékk Knattspyrnufélagið Hlíðarenda í heimsókn í gær í A-riðli fyrstu deildar kvenna. Fyrir leikinn hafði Víkingur unnið alla sína leiki. Það varð engin breyting á því leikurinn í gær endaði 1 – 0 fyrir Víkingi. Sigurmark Snæfellinga kom á elleftu mínútu og það skoraði Samira Suleman sem hefur nú skorað sex mörk í fjórum leikjum. Víkingar eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Næsti leikur Víkings er 25. júní gegn liði HK/Víkings á útivelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir