Svipmynd frá kvennahlaupi á Akranesi.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á laugardaginn

Nú á laugardaginn 4. júní fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis og eins og venjulega má búast við að þúsundir kvenna komi saman til að njóta hreyfingar og góðs félagsskapar.  Ekki spillir fyrir að veðurspáin á laugardaginn er frábær fyrir allt landið. Það stefnir í sólskin og allt að 20°C hita.

Í auglýsingu í Skessuhorni sem og á www.kvennahlaup.is geta hlauparar fundið hlaupastaði sem hentar hverjum og einum. Engin skráning er í hlaupið en þátttökugjaldið er greitt með því að kaupa Kvennahlaupsbol, annað hvort í forsölu eða á hlaupadag. Þátttökugjaldið er 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Sjóvá, aðalstyrktaraðili hlaupsins, hvetja allar konur til þess taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 4. júní 2016.

Líkar þetta

Fleiri fréttir