Gerði tónlistarmyndband við lag Védísar

Kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir úr Grundarfirði er þekkt fyrir kvikmyndahátíð sína Northern Wave sem hún heldur á hverju hausti í heimabæ sínum. Dögg segir að nú hafi hún opnað fyrir umsóknir fyrir stuttmyndir og tónlistarmyndbönd fyrir hátíðina.

En Dögg fæst við ýmislegt fleira. „Ég var sjálf að gefa út nýtt tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Védísi Hervöru, en Dögg hefur áður unnið myndbönd fyrir t.d. Úlpu, Dimmu og Láru Rúnars. „Ég og Védís rekum saman framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ásamt Tinnu Hrafnsdóttur og Þóreyju Mjallhvíti H.Ómarsdóttur,“ segir Dögg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira