Dregið í Borgunarbikar kvenna

Dregið var í 16 liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í síðustu viku. Leikdagar verða helgina 11.-12. júní. Þegar dregið er í 16 liða úrslit bikarsins er úrvalsdeildarliðum bætt í pottinn. Í ljós kom að ÍA mætir Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði og fer leikurinn fram sunnudaginn 12. júní. Aðrar viðureignir eru eftirfarandi: Bikarmeistarar Stjörnunnar heimsækja FH, Keflavík tekur á móti Breiðabliki, Selfoss mætir Val, Þór/KA tekur á móti Grindavík, KR heimsækir ÍBV, Fylkir mætir Fjarðabyggð/ Hetti/ Leikni og HK/Víkingur tekur á móti Þrótti R.

Líkar þetta

Fleiri fréttir