Hér má sjá þá Baldur og Aðalstein í Tímon liðinu við Hafravatn í Rally Reykjavík 2015.

Rallýmenn tæta af stað á föstudaginn

Rallýáhugafólk landsins bíður næstu helgar með óþreyju en fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý 2016 verður ekin á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní. Að venju er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem sér um þessa fyrstu keppni; Orkurallýið. Alls eru fjórtán áhafnir skráðar til leiks og má þar sjá bæði reynslubolta í bland við nýliða ásamt því að örlitlar breytingar hafa orðið á áhöfnum frá síðasta keppnistímabili. Uppstokkun hefur einmitt orðið í röðum Tímon-áhafnarinnar en Baldur Haraldsson hefur ákveðið að taka sér frí frá keppni um tíma en aðstoðarökumaður hans, Borgfirðingurinn Aðalsteinn Símonarson er þó hvergi hættur. Mun hann aka með Sigurði Braga Guðmundssyni í sumar á Mitsubishi Lancer Evo 7. Þá mun Þorkell Símonarson í Görðum, Keli Vert taka þátt í jeppaflokki á Toyota Hilux, en Kela til aðstoðar er Þórarinn K Þórsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira