Snæfell semur við tvo leikmenn

Tveir leikmenn hafa samið við körfuknattleiksdeild Snæfells og munu leika með karlaliði félagsins í Domino‘s deild karla á komandi vetri. Leikmennirnir eru annars vegar Rúnar Þór Ragnarsson frá Kverná. Hann er fæddur árið 1993 og leikur stöðu miðherja. Rúnar lék á síðasta vetri með liði Grundfirðinga í 3. deildinni.

Hins vegar hefur verið endurnýjaður samningur við Hólmarann Jón Pál Gunnarsson. Hann er ungur bakvörður, fæddur árið 1998. Jón Páll hefur leikið með yngri flokkum Snæfells undanfarin ár en lék sínar fyrstu mínútur með meistaraflokksliði á síðasta keppnistímabili. Jón Páll skrifaði undir eins árs samning.

Líkar þetta

Fleiri fréttir