Heiður Karlsdóttir og Einar-Sveinn frá Framnesi sigruðu í tölti í barnaflokki á Arionbankamótinu sem haldið var í vor. Ljósm. úr safni.

Gæðingamót Faxa og Skugga 4. júní

Gæðingamót hestamannafélaganna Faxa og Skugga verður haldið í Borgarnesi laugardaginn 4. júní næstkomandi. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B flokki gæðinga og A flokki.  Einnig í 150 m. skeiði ef þátttaka næst og verður tímataka handvirk. „Mótið er einvörðungu ætlað félagsmönnum og hestum Faxa og Skugga. Skráning er í gegnum Sportfeng og er Skuggi mótshaldari. Skráningargjöld eru kr. 2.500 kr. í ungmennaflokki, A og B flokki og í 150 m. skeiði en 1.500 kr. í barna – og  unglingaflokki. Skráningu lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 1. júní. Upplýsingar og aðstoð ef þarf í síma 898-4569 eða kristgis@simnet.is,“ segir í fréttatilkynningu frá mótanefnd Faxa og Skugga.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira