Heiður Karlsdóttir og Einar-Sveinn frá Framnesi sigruðu í tölti í barnaflokki á Arionbankamótinu sem haldið var í vor. Ljósm. úr safni.

Gæðingamót Faxa og Skugga 4. júní

Gæðingamót hestamannafélaganna Faxa og Skugga verður haldið í Borgarnesi laugardaginn 4. júní næstkomandi. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B flokki gæðinga og A flokki.  Einnig í 150 m. skeiði ef þátttaka næst og verður tímataka handvirk. „Mótið er einvörðungu ætlað félagsmönnum og hestum Faxa og Skugga. Skráning er í gegnum Sportfeng og er Skuggi mótshaldari. Skráningargjöld eru kr. 2.500 kr. í ungmennaflokki, A og B flokki og í 150 m. skeiði en 1.500 kr. í barna – og  unglingaflokki. Skráningu lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 1. júní. Upplýsingar og aðstoð ef þarf í síma 898-4569 eða kristgis@simnet.is,“ segir í fréttatilkynningu frá mótanefnd Faxa og Skugga.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir